Upplýsingar fyrir foreldra
Verkefni og námsefni miðstigs Heiðarskóla er að miklu leyti á tölvutæku formi og verður hér farið yfir það sem er gott fyrir foreldra að kynna sér til að geta fylgst vel með nemandanum.
Þessi síða er lifandi plagg og við komum til með að bæta inn verkefnum og upplýsingum þegar við á. Þetta kerfi og þessi síða er unnin eftir fyrirmynd frá Vallaskóla á Selfossi og Norðlingaskóla í Reykjavík. Verkefnin á þessari síðu eru flest eftir kennara á miðstigi Heiðarskóla og einnig útfærð eftir hugmyndum kennara á Selfossi og í Reykjavík.
Langflest verkefni er hægt að vinna heima í tölvunni án þess að hafa iPad. Oft á tíðum er þægilegra að vinna verkefni í tölvu í stað þess að vinna þau í iPad og við gerum nemendum það alveg skýrt að þó svo að skólinn skaffi iPad að þá er það engin kvöð að vinna verkefna fari fram í iPad.
Ef einhverjar spurningar vakna, endilega hafið samband við okkur kennara
