top of page
Markmiða- og áætlanagerð nemenda
Í aðalnámskrá grunnskóla er gert ráð fyrir því að nemandi geti, við lok 7. bekkjar, "sett sér markmið og gert áætlanir við fjölbreytt viðfangsefni."
Nemendur miðstigs munu sjálfir sjá um að útbúa sína eigin vikuáætlun. Fyrstu tímarnir á mánudögum eru ætlaðir til markmiðasetningar þar sem hver nemandi mun útbúa eigin áætlun í samráði við kennara.
Kennararnir munu hjálpa nemendum að vega og meta umfang áætlananna og í sameiningu munu nemandi og kennari setja upp áætlun sem nemandinn vinnur eftir þá viku. Samtalið milli nemanda og kennara mun byggjast upp á mati á fyrri áætlun og skoðun á þeirri nýju.
Í flipanum hér hægra megin er að finna öll þau stærðfræðidæmi sem nemendur miðstigs eiga að leysa í námsbókinni sinni.
bottom of page
